Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus

Hollustu nammibitar

Leiðbeiningar

  1. Setjið döðlur, kasjúhnetur, tahini og kakó í matvinnsluvél, maukið.
  2. Pressið deigið í smjörpappírsklætt eldfastmót sem er 20×15 cm eða álíka stórt. Setjið í frysti í 1-2 klst.
  3. Bræðið helminginn af dökka súkkulaðinu yfir vatnsbaði, þegar það er bráðnað alveg takið þá það upp úr vatnsbaðinu, brjótið restina af súkkulaðinu ofan í brædda súkkulaðið og hrærið þar til allt hefur bráðnað saman.
  4. Hellið brædda súkkulaðinu yfir eldfastamótið og látið súkkulaðið stirðna. Skerið í bita.

Innihald

  • 250 g döðlur
  • 150 g kasjúhnetur
  • 150 g tahini
  • 20 g síríus sælkerabaksturs kakóduft
  • U.þ.b 1 msk vatn (ef þarf)
  • 200 g 70% síríus suðusúkkulaði