Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus

Pandagott

Leiðbeiningar

  1. Setjið bökunarpappír í kökumót/fat sem er um 20 x 30 cm að stærð.
  2. Bræðið smjörið í stórum potti við meðalháan hita.
  3. Þegar það er bráðið má bæta döðlum og púðursykri saman við og leyfa að malla við meðalhita í um 15 mínútur eða þar til döðlurnar hafa bráðnað og blandan minnir á þykka karamellu. Hrærið mjög reglulega í allan tímann.
  4. Saxið á meðan Pandakúlur (báðar tegundir) niður og bætið þeim ásamt Rice Krispies í pottinn og blandið vel.
  5. Setjið blönduna í formið og þjappið og jafnið vel, geymið í frysti á meðan þið bræðið súkkulaðið.
  6. Bræðið dökka dropa í einni skál og hvíta í annarri, smyrjið fyrst dökka súkkulaðinu jafnt yfir döðlublönduna og skvettið síðan því hvíta óreglulega yfir allt saman og setjið í frysti aftur í um 20 mínútur.
  7. Takið síðan út, lyftið blöndunni upp úr forminu á bökunarpappírnum og skerið niður í munnstóra bita.
  8. Geymið í kæli eða frysti þar til bitanna skal njóta.

Innihald

  • 220 g smjör
  • 450 g saxaðar döðlur
  • 120 g púðursykur
  • 120 g Pandakúlur með saltkaramellubragði
  • 120 g Pandakúlur með jarðarberjabragði
  • 100 g Kellogg‘s Rice Krispies
  • 300 g Síríus súkkulaðidropar (dökkir)
  • 80 g Síríus súkkulaðidropar (hvítir)