Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus

Skyrkökur með Nóakroppi

Leiðbeiningar

Setjið kex og Nóakropp í blandara/matvinnsluvél og blandið þar til áferðin minnir á sand.

Hellið kexblöndunni í skál og bræddu smjöri yfir, blandið vel og skiptið niður í botninn á glösunum, leyfið að kólna niður á meðan annað er undirbúið.

Stífþeytið rjómann og hrærið skyrinu varlega saman við með sleikju.

Skiptið niður í glösin og sléttið úr.

Toppið með vel af Nóakroppi og kannski líka fersku blómi ef við viljið.

Gott er að kæla skyrkökuna í að minnsta kosti klukkustund áður en hennar er notið.

Innihald

Botn

150 g kanilkex

100 g Síríus Nóakropp

40 g smjör (brætt)

 

Skyrkaka og toppur

650 g bláberja- og jarðarberjaskyr

600 ml rjómi

Síríus Nóakropp