Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus

Súkkulaðipúðar

um 40 stk.

Leiðbeiningar

HÁTÍÐARKAKA
Hitið ofninn í 180°C og smyrjið tvö 20 sm hringlaga bökunarform að innan. Þeytið egg og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt. Blandið hveiti, kakói og lyftidufti saman í skál og hrærið. Bætið hveitiblöndunni saman við ásamt mjólkinni og smjörinu og hrærið þar til allt hefur blandast vel. Skiptið deiginu jafnt á milli formanna og dreifið úr því. Bakið í 18-20 mínútur. Kælið kökuna alveg áður en þið setjið kremið á hana.

SÚKKULAÐIKREM
Hrærið smjörið vel þar til það verður mjúkt og slétt. Blandið kakói og flórsykri saman í skál og setjið saman við smjörið, smávegis í einu. Bætið rjóma saman við ásamt vanilludropum og hrærið vel þar til allt hefur náð að blandast vel saman og kremið er orðið mjúkt og slétt. Setjið krem á milli botnanna og smyrjið síðan alla kökuna með kremi. Skreytið með Síríus súkkulaðiperlum að vild.

 

Innihald

HÁTÍÐARKAKA
210 g sykur 
3 egg 
160 g hveiti 
2 msk. Síríus kakó 
3 tsk. lyftiduft 
1 dl mjólk 
60 g smjör, bráðið


SÚKKULAÐIKREM
340 g smjör við stofuhita 
500 g flórsykur 
90 g Síríus kakó 
3 msk. rjómi
1 tsk. vanilludropar


SKRAUT
Síríus súkkulaðiperlur