Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus

Frönsk súkkulaðikaka

Með gómsætu Pralín karamellukremi og vanillurjóma fyrir 8 - 10

Leiðbeiningar

BOTN
Forhitið ofninn í 180°C. Þeytið saman sykur og egg þar til blandan verður létt og ljós. Bræðið saman smjör og súkkulaði við vægan hita. Blandið hveitinu saman við eggjablönduna, sumir vilja sleppa hveitinu en þá verður kakan sérstaklega blaut. Bætið súkkulaðiblöndunni varlega saman við í lokin. Smyrjið bökunarform eða setjið bökunarpappír í botninn á forminu og hellið deiginu í formið. Bakið kökuna í 30 mínútur.


SÓSA
Saxið pralínsúkkulaði og bræðið saman við smjörið við vægan hita, ekki fara frá pottinum. Það er mjög auðvelt að brenna þessa góðu blöndu. Hrærið vel og bætið sírópinu saman við í lokin. Hellið yfir kökuna. Þessi sósa er ómótstæðilega góð og það er tilvalið að bera hana fram með fleiri kökum eða ísréttum. Skreytið kökuna gjarnan með ferskum berjum, það gerir kökuna enn betri.


VANILLURJÓMI
Setjið sykur, vanillu, fræin úr vanillustöng og rjóma í skál og þeytið þar til rjóminn er silkimjúkur. Berið kökuna fram með vanillurjómanum.

 

Innihald

BOTN
200 g sykur
4 egg
200 g Síríus suðusúkkulaði
200 g smjör
1 dl hveiti


SÓSA
150 g Síríus Pralín karamellusúkkulaði
70 g smjör
2 msk síróp


VANILLURJÓMI
250 ml rjómi
2 msk sykur
2 tsk vanilludropar
fræ úr einni vanillustöng