Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus

Jarðarberjaskyrkaka með súkkulaði

Leiðbeiningar

BOTN
1. Setjið Rice Krispies í matvinnsluvél og hakkið mjög fínt.
2. Bræðið súkkulaði og smjör í potti við vægan hita og bætið sírópinu saman við.
3. Hellið Rice Krispies út í súkkulaðiblönduna og hrærið vel saman. Hellið næst deiginu í form, helst smelluform sem auðvelt er að losa kökuna frá. Þrýstið deiginu í formið og kælið.

FYLLING
1. Þeytið rjóma og blandið honum saman við skyrið með sleikju, bætið flórsykri og vanilludropum út í og hrærið.
2. Bræðið hvítu súkkulaðidropana yfir vatnsbaði og kælið.
3. Skerið jarðarberin mjög smátt og bætið út í fyllinguna ásamt hvíta súkkulaðinu.
4. Hellið fyllingunni yfir súkkulaðibotninn og kælið kökuna í minnst þrjár klukkustundir, best yfir nótt.
5. Skreytið kökuna með ferskum jarðarberjum og bræddu hvítu súkkulaði.


Það er líka gott að sáldra smá Síríus karamellukurli eða saxa nóa kropp yfir til að gera dýrðina sætari.

Innihald

BOTN
6 dl Rice Krispies
150 g Síríus suðusúkkulaði
110 g smjör
3 msk síróp

FYLLING
500 g jarðarberjaskyr
250 ml rjómi, þeyttur 1 msk flórsykur
100 g Síríus hvítir súkkulaðidropar og meira til skrauts
1 tsk vanilludropar
12 jarðarber og nokkur til skrauts