Forstjóri
Nói Síríus óskar eftir að ráða forstjóra. Við leitum að leiðtoga sem býr yfir drifkrafti, heilindum og afburða færni í mannlegum samskiptum, til að leiða fjölbreyttan og samhentan hóp um 150 starfsmanna, með það sameiginlega markmið að gleðja bragðlauka þjóðarinnar.
Forstjóri mótar stefnu fyrirtækisins í samvinnu við stjórn og stýrir daglegum rekstri með öflugum hópi stjórnenda fyrirtækisins.
Árið 2021 keypti norska fyrirtækið Orkla allt hlutafé í Nóa Síríusi og er fyrirtækið núna hluti af Orkla Confectionery & Snacks sem er leiðandi á neytendavörumarkaði á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum.
Með öflugu alþjóðlegu eignarhaldi og sterkum grunni hér á landi hefur Nói Síríus hafið vegferð sína til framtíðar með aukinn vöxt og fagleg vinnubrögð að leiðarljósi. Spennandi tímar eru framundan hjá þessu meira en 100 ára gamla fyrirtæki.
Við leitum að:
- Víðtækri reynslu af stjórnun og rekstri
- Árangri og góðu orðspori við að ná settum markmiðum
- Stefnumótandi hugsun
- Drifkrafti, metnaði og getu til að byggja upp liðsheild
- Haldbærri reynslu af neytendamarkaði
- Lipurð og færni í mannlegum samskiptum
- Mjög góðri enskukunnáttu
Nánari upplýsingar veitir Sverrir Briem – sverrir@hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og með 17. september 2023. Umsóknir skulu fylltar út á ensku á hagvangur.is.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Sækja um
Síríus súkkulaðið hefur verið ómissandi hluti af hátíðarstundum Íslendinga í hart nær heila öld en það er svo sannarlega ekki eina gleðiefnið sem ratar af færiböndum okkar. Ljúffengur lakkrís, trylltir Trítlar, gómsætar kúlur og klassísku súkkulaðirúsínurnar eru bara nokkur dæmi um framleiðsluvörur okkar. Ekki má heldur gleyma Opal og Tópas töflunum og Háls brjóstsykrinum sem gleður alla góða hálsa. Fyrir allra sérstökustu stundirnar bjóðum við svo klassíska Nóa Konfektið og hin ómissandi páskaegg sem gera páskana að einni eftirlætis hátíð þjóðarinnar. Að auki erum við umboðsaðilar fyrir Kellogg‘s morgunkorn, Pringles flögur og Valor súkkulaði.
Við erum svo lánsöm að hafa fengið að vera hluti af sætum stundum þjóðarinnar í rúmlega 100 ár og það er metnaðarmál okkar að endurgjalda það traust með því að sýna ábyrgð í starfsemi okkar og gefa til baka til samfélagsins.
