Um Nóa Síríus

Picture

Um 150 manns vinna nú hjá Nóa Síríusi og þar af um 100 við framleiðslu. Fyrirtækið framleiðir fjöldan allan af sælgætistegundum af mörgum stærðum og gerðum í um 8.000 fermetra húsnæði sínu að Hesthálsi 2-4. Á meðal framleiðsluvara fyrirtækisins er súkkulaði af ýmsu tagi undir heitinu Síríus, pokavörur með brjóstsykri, karamellum, rúsínum og fleira sælgæti undir Nóa heitinu, töflur með ýmsum bragðtegundum undir heitinu Opal og Tópas, hálsbrjóstsykur undir heitinu Háls og auðvitað konfekt og páskaegg.

Vöruúrvalið eykst stöðugt og umbúðir og markaðsaðgerðir taka örum breytingum í samræmi við kröfur markaðarins og tækninýjungar. Nói Síríus er ennfremur umboðsaðili fyrir Kellogg´s morgunkorn, Pringles flögur, Valor sykurlaust súkkulaði og Carletti sælgæti. Nói Síríus byggir á gömlum grunni og nýtur þess að hafa haft tækifæri til að vaxa með þjóðinni um langt árabil.