Noi Sirius logo

Bragðgott markaðsefni

Sérmerkt Síríus Súkkulaði

Nýttu þér þessa einföldu, hagkvæmu og skemmtilegu leið til að minna á þig og þitt fyrirtæki, til að gleðja trausta viðskiptavini eða starfsfólk við hvaða tilefni sem er. Sérmerkt súkkulaði getur verið góð gjöf sem eflir viðskiptatengsl eða glaðningur til að bjóða á fundum. Síríus súkkulaðismástykkin eru fáanleg í þremur gerðum, Síríus rjómasúkkulaði, 56% dökku Barónsúkkulaði og Appelsínusúkkulaði. Smástykkin koma í umhverfisvænum umbúðum og eru tilbúin til framstillingar.

Hafðu samband við okkur í síma 575 1800 eða sendu okkur fyrirspurn á noi@noi.is - við tökum vel á móti þér.

Við hjá Hótel Rangá höfum verið með smástykkin frá Nóa Siríus í fjölmörg ár, þau hafa nýst okkur mjög vel sér í lagi þar sem við getum haft okkar hönnun á þeim.
Það gefur okkur ánægju að gleðja okkar gesti með litlu hlutunum, það eru oft þeir sem skipta mestu máli, að fá lítið súkkulaði við komu með norðurljósamynd frá hótelinu, Viðskiptavinir næla sér í mola við úttékk á meðan við græjum reikninginn eða súkkulaðimoli með kaffinu sem er alltaf klassískt.

Noi Sirius logo
Noi Sirius logo

Við á Rif höfum verið að bera fram lítið súkkulaðistykki frá Nóa Síríus sérmerkt með Rif logoinu. Og frá upphafi hefur þetta litla súkkulaðistykki slegið svoleiðis í gegn hjá gestunum okkar og líka starfsfólki sem laumar sér í einn og einn mola .

Noi Sirius logo Sjálfbærni og samfélagsábyrgð
Síríus súkkulaði er hluti af Cocoa Horizons verkefninu. Cocoa Horizons gerir kakóræktendum kleift að rækta og framleiða kakóið á sjálfbæran og ábyrgan hátt. Cocoa Horizons ferlið tryggir fræðslu til kakóbænda varðandi ræktunaraðferðir og aðbúnað starfsfólks auk þess sem það kemur að fræðslumálum, heilsugæslu og aðgengi að hreinu vatni. Þannig stuðlar Cocoa Horizons að betri lífsskilyrðum í kakóræktarsamfélögum