Jafnlaunastefna

Jafnlaunastefna Nóa Síríusar er mikilvægur hluti af launastefnu fyrirtækisins. Markmiðið með stefnunni er að tryggja öllu starfsfólki jöfn laun og kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Fyrirtækið hefur sett sér jafnlaunamarkmið, unnið að gerð jafnlaunakerfis til að tryggja stöðugar umbætur, nauðsynlegt eftirlit og viðbrögð ef upp koma frávik í jafnlaunakerfinu. Æðstu stjórnendur hafa skuldbundið sig til að rýna jafnlaunakerfið árlega, þar sem farið er yfir árangur jafnlaunakerfisins, jafnlaunamarkmið rýnd og gerðar breytingar ef þörf er á.

Jafnlaunastefnan er unnin í samræmi við lög nr. 10/2008 og skv. jafnlaunastaðlinum ÍST 85 og nær til allra starfsmanna fyrirtækisins.