
Kaldar Perur
Innihald
1 dós perur
1/2 l rjómi
20-30 stk. makkarónukökur
200 g Síríus suðusúkkulaði (konsum)
hnetur að vild
Leiðbeiningar
Leggið makkarónurnar á fat og vætið með perusafanum. Skerið perurnar niður og raðið þeim ofan á. Stráið hluta af súkkulaðinu yfir. Þeytið rjómann og bragðbætið með ögn af vanillu og sykri. Smyrjið þeyttum rjómanum yfir perurnar og stráið afgangnum af súkkulaðinu yfir. Látið standa í kæli í a.m.k.1 klst. áður en borið er fram.