recipe pic

Prúðbúin jarðaber

Innihald

1 svamptertubotn u.þ.b.

300 g makkarónukökur

1 stór dós jarðarber (eða fersk)

2 1/2 dl rjómi, þeyttur

Krem:

3 eggjarauður

6 msk. flórsykur

100 g Síríus suðusúkkulaði (konsum)

Leiðbeiningar

Setjið svampbotninn í stórt, glært mót og raðið makkarónukökunum ofan á. Bleytið í með safanum af jarðarberjunum (eða góðum líkjör) og raðið jarðarberjunum yfir. Þekið jarðarberin með rjómanum og hellið kreminu yfir. Skreytið með ferskum jarðarberjum, rjóma og rifnu súkkulaði. Krem: Þeytið saman eggjarauðurnar og flórsykurinn. Bræðið súkkulaðið í vatns-baði og kælið lítið eitt, áður en því er blandað saman við eggjahræruna.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT