recipe pic

Appelsínuostakaka

Innihald

Botn:
75 g smjör
150 g Kellogg´s Coco Pops
3 msk. kókosmjöl

Fylling:
400 g hreinn rjómaostur
75 g sykur
Rifinn börkur af einni appelsínu
2 egg
200 g Síríus Rjómasúkkulaði með appelsínubragði
1 3/4 dl rjómi

Skraut:
2 dl rjómi
Síríus Rjómahnappar

Leiðbeiningar

Botn:
Bræðið smjörið. Myljið Coco Pops í matvinnsluvél, bætið kókosmjölinu saman við og hrærið smjörinu út í. Setjið bökunarpappír í botninn á lausbotna tertuformi. Þrýstið mylsnunni niður í botninn og setjið svo í kæli á meðan fyllingin er útbúin.

Fylling:
Þeytið saman rjómaostinn, sykurinn og appelsínubörkinn. Aðskiljið eggjarauðurnar frá hvítunum og hrærið þeim saman við rjómaostablönduna. Bræðið súkkulaðið varlega yfir vatnsbaði við frekar lítinn hita. Hrærið í súkkulaðinu á meðan það bráðnar og bætið út í blönduna. Þeytið rjómann og bætið honum út í . Stífþeytið eggjahvíturnar og setjið þær að lokum varlega saman við með sleikju. Hellið blöndunni yfir botninn og látið standa í kæli fram að framreiðslu.
Skreytið með þeyttum rjóma og hnöppum.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT