
Safarík, volg súkkulaðikaka
Innihald
60 g Síríus 70% súkkulaði
125 g mjúkt smjör
300 g sykur
125 g hveiti
1 1/2 tsk. lyftiduft
1/2 tsk. salt
1 1/4 dl mjólk
2 tsk. vanilludropar
90 g púðursykur
3 msk. Konsum kakó
3 1/2 sjóðandi vatn
Leiðbeiningar
Hitið ofninn í 180°C og smyrjið ferkantað eðar kringlótt form. Bræðið súkkulaðið varlega yfir vatnsbaði við frekar lítinn hita. Hrærið í súkkulaðinu á meðan það bráðnar. Setjið smjörið og helminginn af sykrinum (150 g) í hrærivélarskál og hrærið í 7-8 mínútur eða þar til blandan er orðin ljós og létt. Sigtið saman hveiti, lyftiduft og salt og bætið þurrefnunum smátt og smátt út í smjörblönduna. Setjið mjólkina út í og hrærið vel. Hrærið súkkulaðinu saman við með sleikju ásamt 1 tsk. af vanilludropum. Setjið deigið í formið. Blandið saman því sem eftir er af sykrinum (150 g), púðursykrinum og kakóinu og stráið blöndunni yfir deigið í forminu. Setjið afganginn af vanilludropunum (1 tsk ) saman við sjóðandi vatnið og hellið varlega yfir deigið . Bakið í 40-50 mínútur eða þar til yfirborðið hefur stífnað. Skerið kökuna í bita eða sneiðar, ausið sósunni yfir og berið gjarnan fram rjóma eða ís með . Ath.: Best er að bera þessa köku fram um leið og hún er bökuð.