recipe pic

Súkkulaðipaté

Innihald

Paté:
500 g Síríus Konsum suðusúkkulaði
1 bolli mjólk
3 stórar eggjarauður
1/2 dl strásykur
2 msk. appelsínulíkjör, t.d. Grand Marnier
3/4 tsk. kanill
1 1/2 bolli rjómi

Hindberjasósa:
(coulis) 350 g fryst, ósykruð hindber
1 1/2 dl strásykur
1 dl appelsínulíkjör, t.d. Grand Marnier (smakkist til, sumir vilja kannski meira)

Kampavíns eggjasósa (sabayon):
1 bolli rjómi
3/4 bolli kampavín (freyðivín)
8 stórar eggjarauður
1 1/2 dl sykur

Leiðbeiningar

Paté: Smyrjið aflangt kökumót og komið plastfilmu haganlega fyrir í því. Brytjið súkkulaðið í skál. Setjið mjólkina, eggjarauðurnar og sykurinn í pott og sjóðið við meðalhita. Þeytið með pískara á meðan. Látið malla í 2-3 mín. Hellið sjóðandi mjólkurblöndunni yfir súkkulaðið og látið standa í hálfa mín. til að bræða súkkulaðið. Þeytið af alúð þar til súkkulaðið hefur blandast vel við mjólkurblönduna, bætið þá líkjörnum og kanilnum út í og hrærið. Látið blönduna standa þar til hún er orðin volg. Léttþeytið rjómann, það á að vera hægt að hella honum úr skálinni. Blandið honum varlega saman við. Hellið blöndunni í mótið og jafnið vel, setjið plastfilmu yfir og kælið í a.m.k. þrjá tíma. Hindberjasósa coulis: Setjið frosin hindberin og sykurinn í pott, hitið, sjóðið ekki. Hrærið í þar til sykurinn er bráðnaður og berin mjúk. Sigtið berjablönduna í skál. Hrærið appelsínulíkjörnum saman við og kælið. Kampavíns eggjasósa (sabayon): Þeytið rjómann og geymið í kæli þar til kemur að honum. Setjið kampavínið (freyðivínið), eggjarauðurnar og sykurinn í pott og þeytið saman yfir vatnsbaði, þar til blandan er orðin þokkalega stinn. Takið af hitanum og hellið blöndunni í aðra skál og komið henni fyrir í stærri skál með ísvatni. Hrærið í blöndunni í u.þ.b. 5 mín. eða þar til hún er köld. Takið þá skálina af ísvatninu og blandið einum þriðja af rjómanum varlega saman við eggjablönduna með sleikju. Setjið afganginn af rjómanum út í og blandið mjög varlega saman. Kælið í a.m.k. 1 klst. Þessi sósa er mjög góð en patéð stendur fyllilega fyrir sínu með þeyttum rjóma og hindberjasósu. Losið Patéð varlega úr forminu, takið plastið af og sléttið yfir hliðarnar með spaða. Þetta er góður eftirréttur fyrir 12 manns.

SJÁ ÖLL UPPSKRIFT