Sýn, hlutverk og leiðarljós

Sýn Nói Síríus einsetur sér að vera í hópi leiðandi fyrirtækja á sínu sviði með því að bjóða eftirsóknarverða gæðavöru og þjónustu sem stenst ítrustu kröfur viðskiptavina á alþjóðlegan mælikvarða.

Hlutverk Að skapa ánægju með því að bjóða framúrskarandi matvöru, sýna ábyrgð í hvívetna og skila fullnægjandi árangri.

Ábyrgð Nói Síríus gerir sér far um að vinna af heilindum, virða mannréttindi og reynast ábyrgur þegn í samfélaginu. Sú ábyrgð nær jafnt til starfsfólks, viðskiptavina, öflunar og vinnslu hráefnis og er forsenda þeirra gæða sem einkenna vörur og þjónustu fyrirtækisins.

Ánægja Nói Síríus kappkostar að öll tengsl við fyrirtækið einkennist af ánægju. Á það jafnt við um upplifun viðskiptavina af vörum og þjónustu, líðan starfsfólks á vinnustað og allra hagsmunaaðila fyrirtækisins.

Árangur Nói Síríus telur að bestum árangri sé náð í starfi þegar þekking og færni starfsfólks fær að njóta sín og einstaklingurinn finnur til ábyrgðar. Í slíku andrúmslofti leggjast allir á eitt og skapa traustan grunn að öflugum rekstri.

Picture