Uppskriftir

Karamellubitar

Fyrir 6-8.

Leiðbeiningar

Bræðið smjör og rjómasúkkulaði saman. Mýkið rjómakúlur í örbylgjuofni eða potti. Hrærið mjólkinni saman við rjómakúlubráðina og hitið þar til blandan verður þykkfljótandi. Bætið kókosmjölinu saman við, hrærið vel og hellið út í rjómasúkkulaði blönduna. Látið mesta hitann rjúka úr karamellunni og hellið í form. Geymið botninn í kæli á meðan súkkulaðið er brætt við vægan hita. Smyrjið suðusúkkulaðinu yfir þegar blandan hefur stífnað og skreytið með Nóa Kroppi. Skerið í ferkantaða bita og geymið í lokuðu íláti í kæli fram að framreiðslu.

 

Innihald

BOTN
1⁄2 dl smjör 
200 g Síríus rjómasúkkulaði
200 g Nóa rjómakúlur
3 msk. mjólk 2 dl kókosmjöl 
200 g Síríus suðusúkkulaði

SKRAUT
1-2 dl Nóa Kropp