Uppskriftir

Súkkulaðibitar

með Kellogg ́s Rice Krispies og lakkrísfyllingu, toppuð með úrvals súkkulaðikremi fyrir 6 - 8

Leiðbeiningar

SÚKKULAÐIBITAR
Forhitið ofninn í 170°C. Bræðið smjör við vægan hita, saxið suðusúkkulaðið og bætið því við smjörið og leyfið
því að bráðna í smjörinu. Takið pottinn af hellunni og leyfið súkkulaðiblöndunni að kólna. Þeytið saman egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Bætið vanillusykri, hveiti og kakói saman við og hrærið þar til deigið er silkimjúkt. Hellið í lokin súkkulaðiblöndunni saman við og blandið vel saman. Hellið deiginu í pappírsklætt form (20×20 cm) og bakið við 170°C í 30 mínútur. Það er mjög mikilvægt að leyfa kökunni að kólna alveg í forminu.

FYLLING
Setjið öll hráefnin, sem eiga að fara í Rice Krispies fyllinguna, í pott, hitið við vægan hita og hrærið mjög vel þar til fyllingin hefur blandast vel saman. Hellið fyllingunni ofan á súkkulaðikökuna og kælið.

KREM
ræðið rjómasúkkulaði yfir vatnsbaði og hellið yfir kökuna í lokin. Kælið og þegar súkkulaðið er orðið hart þá er kakan tilbúin, skerið hana í bita og berið strax fram.

 

Innihald

SÚKKULAÐIBITAR
150 g smjör
250 g Síríus suðusúkkulaði
200 g sykur
2 stór egg
100 g hveiti 1 tsk vanillusykur
2 msk Síríus kakóduft

FYLLING
150 g Kellogg's Rice Krispies
100 g Síríus suðusúkkulaði
3 msk síróp
100 g smjör
150 g Síríus sælkerabakstur Eitt Sett lakkrískurl

KREM
250 g Síríus rjómasúkkulaði