Uppskriftir

Karamelluísterta með salthnetumarengsbotni

Leiðbeiningar

Marengsbotn
Gerið marengsbotninn. Þeytið eggjahvíturnar þar til þær eru orðnar stífar, setjið sykurinn smátt og smátt saman við og þeytið í um 5-10 mínútur eða þar til marengsinn er orðinn þéttur og glansandi. Blandið salthnetunum varlega saman við með sleif. Setjið deigið í form klætt með smjörpappír og bakið í 130°C heitum ofni í um eina klukkustund.

Krem
Þeytið egg jarauður og sykur vel saman eða þar til létt og ljóst. Saxið rjómasúkkulaðið og blandið saman við. Þeytið að lokum rjómann og bætið varlega saman við með sleif. Setjið kremið yfir botninn og frystið í að minnsta kosti 4 klukkustundir. Takið kökuna úr frysti 15 mínútum áður
en hún er borin fram og skreytið með söxuðu Síríus rjómasúkkulaði með karamellu og sjávarsalti.

 

Innihald

Marengsbotn
3 eggjahvítur
2 dl sykur
50 g salthnetur, saxaðar

Karamellukrem
3 eggjarauður
1 dl sykur
200 g Síríus rjómasúkkulaði með karamellu og sjávarsalti
4 dl þeyttur rjómi

Skraut
100 g Síríus rjómasúkkulaði með karamellu og sjávarsalti