Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus
Perluhnappa ísterta
Leiðbeiningar
- Setjið smelluhringform án botnsins á kökudisk, athugið hvort diskurinn komist ekki örugglega fyrir í frystinum.
- Brjótið marengsbotninn niður og setjið á kökudiskinn með smelluformshringnum.
- Setjið helminginn af vanilluísinum (sem þarf að vera svolítið mjúkur) ofan á marengsinn og pressið hann niður. Raðið helmingnum af perluhnappa súkkulaðinu ofan í ísinn ásamt helmingnum af karamellukurlinu og helmingnum af súkkulaðiperlunum. Setjið það sem eftir er af ísnum ofan á og toppið með því sem eftir er af karamellukurlinu
- Smellið öllu í frysti þar til ísinn hefur náð að harðna aftur.
- Takið úr frysti og fjarlægið smelluformshringinn, þeytið rjóma og setjið ofan á ístertuna. Skreytið með því sem eftir er af perluhnöppunum og súkkulaðiperlunum.
Innihald
- Tilbúinn marengsbotn
- 1 líter vanillu rjómaís
- 125 g Síríus perlu hnappar rjómasúkkulaði
- 150 g Síríus súkkulaðiperlur
- 75 g Síríus karamellukurl
- 250 ml rjómi