Uppskriftir

Súkkulaðisæla

þreföld súkkulaðibrownie með súkkulaðiís fyrir 6 - 8

Leiðbeiningar

BROWNIE
Forhitið ofninn í 170°C (blástur). Bræðið smjör við vægan hita, saxið suðusúkkulaði og bætið því við smjörið og leyfið því að bráðna í smjörinu. Takið pottinn af hellunni og leyfið súkkulaðiblöndunni að kólna. Þeytið saman egg og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Bætið vanillu, hveiti og kakói saman við og hrærið þar til deigið er silkimjúkt. Hellið súkkulaðiblöndunni varlega saman við og setjið saxaðar möndlur eða hnetur, saxað suðusúkkulaði og hvíta súkkulaðidropa saman við með sleikju. Hellið deiginu í pappírsklætt form (20×20 cm). Bakið við 170°C í 30 mínútur. Berið fram með súkkulaðiís og njótið.


SÚKKULAÐIÍS
Þeytið saman eggjarauður og sykur þar til blandan verður létt og ljós. Hrærið léttþeyttum rjóma saman við með sleikju. Bætið söxuðu suðusúkkulaði, hökkuðu Nóa Kroppi, karamellukurli og vanilludropum við og blandið vel saman. Hellið ísblöndunni í skál og setjið inn í frysti í nokkrar klukkustundir. Berið fram með kökunni.

 

Innihald

BROWNIE
150 g smjör
250 g Síríus suðusúkkulaði
200 g sykur
2 stór egg
100 g hveiti
1 tsk vanillusykur
2 msk Síríus kakóduft
70 g hnetur eða möndlur
70 g Síríus suðusúkkulaði, smátt saxað
70 g Síríus hvítir súkkulaðidropar

SÚKKULAÐIÍS
5 eggjarauður
10 msk sykur
400 ml rjómi
100 g saxað Síríus suðusúkkulaði
100 g Nóa Kropp
60 g Síríus karamellukurl
1 tsk vanilludropar