Uppskriftir

Blaut súkkulaðikaka með rjómaostakremi og hvítu súkkulaði

Leiðbeiningar

Kaka
Hitið ofninn í 180 gráður og smyrjið tvö meðalstór hringlaga form. Hrærið smjör, sykur og púðursykur vel saman. Bætið egg jum saman við, einu í senn og hrærið. Blandið hveiti, lyftidufti, kakói og salti saman í skál og setjið saman við deigið, smátt og smátt í einu, ásamt súrmjólkinni og kaffinu. Setjið því næst vanilludropa saman við og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman. Skiptið deiginu jafnt milli formanna og bakið í rúmlega 25 mínútur eða þar til tannstöngull kemur næstum því hreinn upp úr miðju kökunnar. Kælið kökurnar alveg áður en þið setjið kremið á.

Krem
Setjið rjómaostinn í skál og hitið í örbylg ju í 1 mínútu. Grófsaxið hvítt súkkulaði og setjið saman við rjómaostinn og hitið í 40 sekúndur til viðbótar. Takið skálina út og hrærið vel þar til súkkulaðið hefur náð að bráðna alveg og blandast vel saman við rjómaostinn. Kælið rjómaostsblönduna í ísskáp á meðan þið undirbúið rest. Hrærið smjör þar til það verður ljóst og létt. Bætið flórsykri saman við, smátt og smátt í einu. Setjið vanilludropa saman við. Þegar rjómaostsblandan hefur náð að kólna alveg bætið henni þá saman við kremið og hrærið þar til allt hefur blandast vel saman og kremið er orðið mjúkt og slétt. Setjið kremið á milli botnanna tvegg ja og yfir alla kökuna. Skreytið með ferskum kirsuberjum og Konsum súkkulaðispæni. Geymið kökuna í kæli þar til hún er borin fram.

Innihald

Kaka
240 g smjör við stofuhita
200 g sykur
240 g dökkur púðursykur
4 egg
360 g hveiti
3 msk Síríus kakóduft
3 tsk lyftiduft
1⁄4 tsk sjávarsalt
3 dl súrmjólk
1⁄2 dl sterkt kaffi
1 tsk vanilludropar

Krem
230 g rjómaostur
150 g Síríus hvítir súkkulaðidropar
450 g smjör við stofuhita
450 g flórsykur
3 tsk vanilludropar