Uppskriftir

Kókosmarengs með lakkrískurli og jarðarberjum

Leiðbeiningar

Marengs
Hitið ofninn í 160 gráður og setjið smjörpappír á bökunarplötu. Þeytið egg jahvítur og sykur saman þar til blandan er orðin stíf og stendur. Bætið lyftidufti saman við og hrærið vel. Blandið kókosmjöli og lakkrískurli saman við og hrærið með sleif þar til allt hefur blandast vel saman. Setjið marengs- inn á bökunarplötuna og myndið jafnan hring. Bakið í rúmar 40 mínútur eða þar til marengsinn er þurr viðkomu. Kælið marengsinn alveg áður en þið takið hann af plötunni og setjið kökuna saman.

Krem
Þeytið egg jarauður og flórsykur saman þar til blandan verður ljós og létt. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði þar til það hefur bráðnað alveg. Blandið súkkulaðinu varlega saman við egg jablönduna. Setjið kremið yfir marengs- inn.

Toppur
Þeytið rjóma og setjið ofan á kremið á marengsinum. Skreytið með nið- urskornum jarðarberjum og lakkrískurli. Geymist í kæli þar til marengsinn er borinn fram. Gott er að setja rjómann á marengsinn deginum áður.

Innihald

Marengs
3 stk eggjahvítur
200 g sykur
1⁄2 tsk lyftiduft
100 g kókosmjöl
150 g Síríus lakkrískurl

Krem
3 eggjarauður
60 g flórsykur
100 g Síríus suðusúkkulaði

Toppur
1⁄2 lítri rjómi
Síríus lakkrískurl
Jarðarber