Uppskriftir

Litrík afmælisbomba með karamellukremi

Leiðbeiningar

SÚKKULAÐIBOTNAR
1. Forhitið ofninn í 180°C.
2. Blandið saman öllum hráefnunum nema súkkulaðinu og þeytið þar til silkimjúkt.
3. Saxið súkkulaði og bætið við í lokin.
4. Smyrjið tvö til þrjú 24cm hringlaga bökunarform, skiptið deiginu á milli og bakið við 180°C í 25­30 mínútur.
5. Kælið kökuna vel áður en þið setjið á hana krem.

KARAMELLUKREM
1. Bræðið rjómakúlurnar í rjómanum við vægan hita. Kælið svolítið áður en þið bætið 2 dl af blöndunni við afganginn af kreminu.
2. Þeytið saman smjör og rjómaost þar til mjúkt.
3. Bætið flórsykrinum saman við og þeytið áfram þar til kremið er létt og ljóst. 4. Bætið vanillu og rjómakúlublöndunni út í og þeytið áfram.
5. Sprautið kreminu á milli botnanna og skreytið kökuna með litríkum súkkulaðiperlum og litríkum trítlum.

Innihald

SÚKKULAÐIBOTNAR
7,5 dl hveiti
5 dl sykur
4 egg
2,5 dl olía
5 dl AB mjólk
5 msk Síríus kakóduft 2 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
2 tsk vanilludropar
100 g Síríus rjómasúkkulaðidropar

KARAMELLUKREM
150 g Nóa rjómakúlur
1 dl rjómi
250 g smjör
200 g hreinn rjómaostur
500 g flórsykur
1 tsk vanilludropar
150 g Síríus súkkulaðiperlur
150 g Nóa trítlar