Uppskriftir

Rocky road veislukaka

Leiðbeiningar

Bræðið smjör og saxað súkkulaði saman við vægan hita. Hrærið egg, sykur og síróp vel saman þar til blandan verður létt og ljós og bætið síðan hveitinu varlega saman við með sleif. Hellið súkkulaðismjörinu saman við. Bætið síðan súkkulaðidropum, sykurpúðum og hnetum varlega saman við. Smyrjið um það bil 23-26 cm form og hellið deiginu í formið. Bakið í 175°C heitum ofni í um 25-30 mínútur. Skreytið með muldum Bismark brjóstsykri, salthnetum, sykurpúðum og jafnvel súkkulaðisósu.

Innihald

100 g smjör
100 g Síríus suðusúkkulaði, saxað
3 egg
1 1⁄2 dl púðursykur
1⁄2 dl ljóst síróp
2 dl hveiti
2 dl Síríus suðusúkkulaðidropar
2 dl litlir sykurpúðar
2 dl salthnetur, gróflega saxaðar

Skraut
150 g Nóa Bismark brjóstsykur, saxaður
1 dl salthnetur, saxaðar
1 dl litlir sykurpúðar