Uppskriftir

Súkkulaðipæ með karamellukúlum

Leiðbeiningar

Stráið hveiti á borð og fletjið smjördeig þunnt út, leggið yfir eldfast mót og þrýstið snyrtilega að börmunum. Pikkið í með gaffli og bakið í 200°C heitum ofni í 10 mínútur, eða þar til deigið tekur góðan lit. Bræðið karamellur með smjöri í potti og hellið yfir deigið. Ristið hneturnar á þurri pönnu og dreifið yfir karamelluna. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Skiljið að eggjarauður og hvítur og þeytið rauðurnar og hrærið saman við súkkulaðið. Stífþeytið hvítur og blandið saman við með sleif. Hellið kreminu yfir kökuna og kælið. Skreytið með jarðarberjum, karamellukurli og hnetum, áður en pæið er borið er fram.

Innihald

3 plötur smjördeig úr pakka
20 stk Síríus Rjómatöggur (eða Nóa rjómakúlur)
50 g smjör
1⁄2 dl rjómi
1 bolli hnetur
100 g Síríus suðusúkkulaði
3 egg
jarðarber
Nóa karamellukurl