Uppskriftir

Englatoppar

Um 30 stk.

Leiðbeiningar

Stífþeytið eggjahvítur og sykur. Blandið kókosmjöli, súkkulaði og brjóstsykri varlega saman við. Setjið með teskeið í litla toppa á plötu með bökunarpappír. Bakið við 150°C í 10 mín. eða þar til þeir eru ljósbrúnir.

Innihald

4 eggjahvítur 
200 g sykur 
200 g kókosmjöl 
100 g Síríus suðusúkkulaði saxað
3⁄4 poki Nóa Bismark brjóstsykur, mulinn