Uppskriftir

Marengspipartoppar

Um það bil 30 stykki

Leiðbeiningar

Þeytið eggjahvítur og púðursykur vel saman eða í um það bil 5-10 mínútur þar til blandan er orðin þétt. Bætið piparperlum og Pipar Nóa Kroppi varlega saman við með sleif. Látið á plötu með teskeið. Bakið í 125°C heitum ofni í 30-40 mínútur.

Innihald

4 eggjahvítur
210 g púðursykur
100 g Nóa lakkrís piparperlur, saxaðar
200 g Pipar Nóa Kropp, saxað