Uppskriftir

Pekanhnetusúkkulaðisæla

18 - 20 stk.

Leiðbeiningar

Forhitið ofninn í 180°C. Þeytið sykur og smjör þar til blandan verður létt í sér, bætið eggjum saman við, einu í einu. Bætið þurrefnunum saman við eggjablönduna og hrærið, skafið einu sinni til tvisvar meðfram hliðum á skálinni og haldið áfram að hræra. Saxið niður pekanhnetur, rjómasúkkulaði og suðusúkkulaði, setjið saman við ásamt vanillu og blandið vel saman með sleikju. Mótið kúlur með teskeiðum eða matskeiðum, setjið kökurnar á pappírsklædda ofnplötu og bakið við 180°C í 10–12 mínútur.

 

Innihald

230 g smjör
180 g púðursykur
180 g ljós púðursykur
2 egg
320 g hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi 100 g pekanhnetur
150 g Síríus rjómasúkkulaði
150 g Síríus suðusúkkulaði
1 tsk vanilludropar