Bragðgóður lærdómur með Brago

Bragðgóður lærdómur með Brago og Töfratali, ný verkefnabók styður við málþroska og læsi barna

Brago Stafakex og Töfratal hafa sameinað krafta sína og gefa nú út verkefnabók sem styður við málþroska og læsi barna. Bókin hentar börnum frá þriggja ára aldri og upp í fyrstu bekki grunnskólans.

Töfratal er hugarfóstur talmeinafræðinganna Ágústu Guðjónsdóttur, Eyrúnar Rakelar Agnarsdóttur og Önnu Lísu Benediktsdóttur. Markmið Töfratals er að veita foreldrum einfaldar og aðgengilegar upplýsingar um málþroska barna og þannig valdefla þau til að veita börnum sínum gæða málörvun í dagsins önn.

„Stafakexið frá Göteborgs kex býður upp á svo marga skemmtilega og bragðgóða möguleika fyrir börn á máltöskuskeiði, í ljósi umræðunnar um lestur barna og lesskilning ákváðum við að fara í þetta verkefni með Töfratali. Svo skemmir ekki fyrir að kexið er unnið úr 58% heilkorni og er virkilega bragðgott og er með 30% minna sykurinnihald en í öðru kexi sem beint er að börnum.“ segir Helga Þórðardóttir markaðsstjóri innfluttra vara hjá Nóa Síríus.

Verkefnin í bókinni þjálfa hljóðkerfisvitund barna, en hún er sá hluti málþroskans sem leggur grunninn að lestrarfærni. Stafirnir í Brago stafakexinu eru tilvaldir til að ýta undir áhuga barna á bókstöfum og hljóðum þeirra.

„Þegar við leikum með hljóðin og stafina aukum við meðvitund barna um hljóðræna uppbyggingu tungumálsins og búum þau undir lestrarnám. Það skiptir máli að leggja grunninn snemma og því má finna verkefni í bókinni sem henta börnum frá þriggja ára aldri og upp í fyrstu bekki grunnskólans.“ segja talmeinafræðingar Töfratals.

Bókin fylgir með kaupum á Brago Stafakexi í öllum helstu verslunum landsins.