Eitt Sett fjölskyldan stækkar
Nýjung
Eitt Sett fjölskyldan stækkar

Eitt Sett fjölskyldan stækkar

Það eru töggur í nýjustu viðbótinni við Eitt Sett fjölskylduna! Gómsætar súkkulaðihjúpaðar karamellur með lakkrísbragði sem bráðna undir tönn. Vörurnar eru því orðnar samtals fjórar sem bera gula og svarta heiðursborðann. Hafið þið smakkað þær allar?

Í uppáhaldi hjá íslendingum í 100 ár

Í rúm hundrað ár höfum við fengið að gleðja bragðlauka landsmanna. Fyrst um sinn með brjóstsykrum og karamellum en svo bættist Síríus súkkulaðið fljótlega við, ásamt fleiri framleiðsluvörum. Þannig höfum við átt því láni að fagna að fá að vera hluti af gleðistundum þjóðarinnar, stórum sem smáum. Við þökkum traustið og höldum ótrauð áfram að þróa vörur til að kæta Íslendinga í nútíð og framtíð.

Í uppáhaldi hjá íslendingum í 100 ár