Gerum gott saman til framtíðar

Við tökum þátt í fjölbreyttum samfélags- og sjálfbærni verkefnum. Markmið okkar er ávallt að lágmarka áhrif okkar á umhverfið og láta gott af okkur leiða í þeim samfélögum þar sem við störfum.

Cocoa Horizon

Frá árinu 2013 hefur uppáhalds Síríus súkkulaðið þitt verið vottað af Cocoa Horizons samtökunum. Það þýðir að kakóhráefnin í súkkulaðið eru ræktuð á ábyrgan hátt með sjálfbærni að leiðarljósi.

Cocoa Horizon

Ýmis samfélagsmálefni

Við erum þakklát fyrir að hafa í gegnum árin fengið tækifæri til að leggja ýmsum góðum málefnum lið. Menning, listir og íþróttastarfsemi hafa notið góðs af en sérstök áhersla hefur jafnan verið á að styrkja góðgerðarsamtök og að létta undir með þeim sem eiga undir högg að sækja.

Ýmis samfélagsmálefni

Umbætur á umbúðum og framleiðslu

Umbúðir eru nauðsynlegur þáttur í því verkefni að koma vörunum okkar í sem bestu ástandi í hendur neytenda. Við leggjum hins vegar ríka áherslu á að takmarka notkun þeirra eins og hægt er og auka hlut endurnýtanlegra hráefna.

Umbætur á umbúðum og framleiðslu