Ýmis samfélagsmálefni

Við erum þakklát fyrir að hafa í gegnum árin fengið tækifæri til að leggja ýmsum góðum málefnum lið. Menning, listir og íþróttastarfsemi hafa notið góðs af en sérstök áhersla hefur jafnan verið á að styrkja góðgerðarsamtök og að létta undir með þeim sem eiga undir högg að sækja.

Við endurnýjun bílaflota okkar er horft markvisst til þess að lágmarka umhverfisáhrif með rafvæðingu hans.

Við nýtum nýjustu tækni til að lágmarka orkunotkun í framleiðslu og höfum innleitt vélakost sem nýtir orkugjafa mun betur en eldri vélar.

Við flokkum það sorp sem frá okkur fer til að auðvelda endurvinnslu. Plast, pappi, timbur, málmar, spilliefni og skrifstofupappír er flokkað sérstaklega og starfsfólk fær fræðslu um það hvernig bera eigi sig að við flokkun.