Matvæla-, öryggis- og gæðastefna Nóa Síríus

Matvælaöryggi og gæði eru hornsteinar í uppbyggingu sterkra neytenda- og viðskiptatengsla, langtíma trausts og arðbærra viðskipta. Gott matvælaöryggis- og gæðakerfi, sem er beitt á skilvirkann hátt, hefur því forgang hjá NS og ósveigjanleg afstaða hefur verið tekin í þeim efnum.

Þannig skulu allar vörur sem framleiddar eru af NS uppfylla matvælaöryggisstaðla Orkla (OFSS).
Allar vörur sem NS selur skulu ávallt vera öruggar, löglegar, ósviknar og uppfylla innri kröfur okkar sem og kröfur viðskiptavina og væntingar neytenda.

Sömuleiðis skulu hráefni, samningsframleiddar fullunnar vörur og umbúðaefni sem keypt eru ávallt vera örugg, lögleg, ósvikin og uppfylla innri kröfur NS.