• Vöruþróunarfundir eru skemmtilegustu fundirnir hjá Nóa Síríus og við viljum endilega heyra góðar hugmyndir frá þér!  Sendu okkur ábendingu með þinni hugmynd hér neðst á síðunni undir "Hafa samband" og við skoðum málið!

  • Þetta getur gerst þegar súkkulaði hefur hitnað tímabundið en þó ekki nóg til að bráðna. Þegar súkkulaði hitnar þá skilur kakósmjörið sig frá og smýgur að yfirborði súkkulaðisins og myndar þennan lit. Það kann að líta skringilega út en það er í lagi að borða súkkulaði sem farið er að hvítna. Ef þig langar ekki til að bera það fram í þessu ástandi er líka tilvalið að nota það í heitt súkkulaði eða bakstur í stað þess að henda því! 

  • Já, súkkulaði sem er í opnum umbúðum getur dregið í sig bragð af umhverfinu. Því er ekki ráðlagt að geyma opið súkkulaði nærri öðrum lyktsterkum matvælum s.s. í kryddskúffu eða hreinsivörum. 

  • Aldrei að segja aldrei! En hingað til hefur okkur ekki tekist að endurgera hinn víðfræga bláa Opal án ákveðinna hráefna sem eru því miður ekki leyfð í framleiðslu lengur.

  • Flestar vörurnar okkar hafa 18 mánuða geymsluþol. Þó eru sumar sem hafa 12 mánaða geymsluþol svo sem lakkrís sem getur orðið harður. Við hvetjum ykkur til að smakka vöruna áður en henni er hent því stundum er varan góð lengur! Best fyrir dagsetningar eru einungis viðmið. 

  • Til að útbúa alvöru heitt súkkulaði þarftu: 

    200g Síríus suðusúkkulaði

    1 lítra mjólk

    1 bolla vatn

    klípu af salti

    Hitið vatn í potti og leysið súkkulaðið upp í því. Bætið mjólk og salti við og hitið upp að suðumarki. Berið fram með þeyttum rjóma. 

    Gaman er að prófa sig áfram með aðrar tegundir af Síríus suðusúkkulaði svo sem Síríus suðusúkkulaði með karamellu og salti. Þú finnur fleiri hugmyndir á uppskriftarsíðu okkar