Styrkir

Styrktarstefna Nóa Síríus hf. endurspeglar markmið félagsins í sjálfbærni, jafnrétti og ábyrgum rekstri. Markmið Nóa Síríus hf. er að hafa jákvæð áhrif á umhverfið, stuðla að sjálfbærni og um leið að láta gott af sér leiða til samfélagsins.

  • Nói Síríus hf. hefur það að markmiði að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum starfsemi sinnar, hvort sem það tengist losun gróðurhúsalofttegunda, mengun frá starfsstöð eða áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika.
  • Við leggjum áherslu á að starfsemi okkar sé til fyrirmyndar, meðal annars með vali á vottuðum hráefnisbirgjum og með leiðbeinandi flokkunarmerkingum á umbúðum.
  • Nói Síríus vill leggja sitt af mörkum til heilsueflandi forvarna með vali á hágæða hráefnum, góðum upplýsingum um innihald og næringargildi.

 

Við leggjum því áherslu á að styrkja málefni sem gagnast nærsamfélaginu. Við styðjum við æskulýðstengd verkefni barna og ungmenna sem eru framtíð samfélagsins auk verkefna sem styðja við markmið félagsins í umhverfismálum.

Nói Síríus hefur til margra ára styrkt mannúðar-, góðgerðar- og hjálparstarf. Nói Síríus styrkir ekki trúfélög, stjórnmálaflokka eða önnur verkefni sem fara gegn siðareglum félagsins.

Öllum fyrirspurnum er svarað innan 30 daga en úthlutun styrkja fer fram fjórum sinnum á ári.

Endilega fylltu út formið hér að neðan ef þú telur þína beiðni falla að styrktarstefnu Nóa Síríus.