Stefnur Nóa Síríus

Jafnlaunastefna

Við erum stolt af jafnlaunastefnunni okkar. Markmið hennar er að tryggja öllu starfsfólki jöfn laun og kjör fyrir sömu eða jafngild störf. Við höfum sett okkur jafnlaunamarkmið og unnið að gerð jafnlaunakerfis til að tryggja stöðugar umbætur, nauðsynlegt eftirlit og viðbrögð ef upp koma frávik. Jafnlaunakerfið er rýnt árlega af æðstu stjórnendum en þá er farið yfir árangur þess, jafnlaunamarkmiðin rýnd og breytingar gerðar ef þörf krefur.

Jafnlaunastefnan er unnin í samræmi við lög nr. 10/2008 og samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85. Hún nær til allra starfsmanna fyrirtækisins.

Starfsmannahópur Nóa Síríus