Að starfa hjá Nóa Síríus

Saga okkar nær  allt aftur til ársins 1920. Við erum stolt af því að hafa síðan þá þróast í að verða eitt af ástsælustu fyrirtækjum þjóðarinnar. Þetta hefði ekki getað gerst án árangursmiðaðs og hugrakks starfsfólks. Við leitum að fólki sem vill setja svip sinn á hvernig Nói Síríus þróast inn í framtíðina. Við bjóðum störf við alla aðfangakeðjuna, allt frá framleiðslu til neytenda.

Starfsmöguleikar eru fjölbreyttir og við viljum þróa Nóa Síríus áfram með hæfileikaríku og áhugasömu starfsfólki. Reynsla þín, þekking og bakgrunnur eru mikilvæg og geta hjálpað okkur að þróast áfram í rétta átt. Með því að vinna saman lærum við og þroskumst bæði sem fyrirtæki og teymi.

Við teljum að Nói Síríus eigi að vera heimili til að vaxa á mörgum stigum, faglega en jafnframt sem persóna. Sama hvaða hlutverk eða bakgrunn þú hefur, vonum við að þú eigir spennandi feril hjá okkur. Í gegnum Orkla, eiganda Nóa Síríus, geta líka gefist tækifæri til að vinna í öðrum löndum. Annað hvort í stuttu verkefni til að læra eitthvað nýtt eða í gegnum lengri dvöl erlendis á einum af mörgum alþjóðlegum fyrirtækjum þeirra.

Starfsþróun

Heimurinn er að breytast hratt og einungis með því að fagna breytingum og aðlaga okkur að þeim getum við búið okkur undir framtíðina og haldið áfram að vinna. Þróun starfsmanna okkar er mikilvægur þáttur í því að styrkja samkeppnisforskot okkar.

Við sýnum hugrekki og erum órög við að leggja af stað í umbreytingarferli þar sem þörf er á, knýja fram öflugar breytingar á hugarfari, stefnu, samtökum og getu. Með stöðugu námi og þjálfun þróum við þann hæfileika sem þarf til að ná árangri í framtíðinni.

Við hvetjum starfsfólk til þekkingaröflunar sem og þekkingarmiðlunar, skoðanaskipta, nýsköpunar, þróunar og ábyrgðar. Þannig stuðlum við að því að starfsfólk sé þátttakendur í þróun og mótun vinnustaðarins, inn á við jafnt sem út á við.

Kennsla og markviss þjálfun eru mikilvæg til þess að efla okkur í starfi. Við bjóðum upp á ýmiskonar fræðslu á hverju ári og starfsfólk er hvatt til þess að auka þekkingu sína og færni í starfi.