Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus

Súkkulaði pönnukökur

Leiðbeiningar

  1. Blandið öllum þurrefnunum saman
  2. Blandið saman mjólkinni og brædda smjörinu og blandið því út í þurrefnin ásamt egginu.
  3. Hrærið vel saman þangað til blandan verður nánast kekklaus.
  4. Steikið 1 dl í af deigi í einu á meðal heitri pönnukökupönnu og steikið á báðum hliðum

 

  1. Skerið súkkulaðið niður og setjið í skál.
  2. Hitið rjómann að suðu (ekki sjóða) og hellið honum yfir súkkulaðið. Hrærið varlega saman þar til allt súkkulaðið hefur bráðnað og sósan samlagast.

Innihald

  • 250 g hveiti
  • 2 msk Síríus kakóduft
  • 3 tsk lyftiduft
  • ½ tsk salt
  • 1 dl sykur
  • 1 egg
  • 250 ml mjólk
  • 60 g brætt smjör

 

  • 300 g Síríus rjómasúkkulaði
  • 200 ml rjómi