Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus

Súkkulaðihúðuð kóngulóarepli

Leiðbeiningar

Skerið eplin í þykkar sneiðar, u.þ.b. 1/2 – 1 cm þykkar.

Smyrjið eplasneiðarnar með hnetusmjöri.

Brjótið hverja salt stöng í 3 bita og raðið 4 bitum sitthvorum megin ofan á hnetusmjörið svo þær standi út eins og kóngulóarlappir.

Temprið súkkulaðið. Það er gert með því að bræða helminginn af súkkulaðinu yfir vatnsbaði. Takið brædda súkkulaðið upp úr vatnsbaðinu og brjótið seinni helminginn af súkkulaðinu ofan í brædda súkkulaðið og veltið þar til allt hefur bráðnað. Ef allt súkkulaðið nær ekki að bráðna, þá rétt setjiði skálina aftur ofan í vatnsbaðið til að ylja súkkulaðinu svo það bráðni (ætlunin er að bræða súkkulaðið án þess að hita það mikið því annars verður það ekki stökkt aftur).

Smyrjið brædda súkkulaðinu yfir hnetusmjörið og salt stangirnar. Setjið nammi augu á súkkulaðið eða hægt að nota hvíta súkkulaðidropa með smá af brædda súkkulaðinu á í staðinn. Leyfið súkkulaðinu að stirðna á svölum stað.

Innihald

Epli

Hnetusmjör

Salt stangir

Barón 56% súkkulaði

Nammi augu eða hvítir súkkulaðidropar

SÍRÍUS BARÓN SÚKKULAÐI 56% 150G