Uppskriftir

Bláberjamúffur með hvítu súkkulaði

U.þ.b. 20 stk.

Leiðbeiningar

Múffur
Hitið ofninn í 170 gráður og raðið bollakökuformum í bökunarmót eða á plötu. Hrærið smjör og sykur saman þar til blandan verður ljós og létt. Bætið egg jum og vanilludropum saman við og hrærið vel. Gott er að skafa skálina að innan með sleikju öðru hverju. Blandið hveiti og lyftidufti saman og setjið saman við blönduna. Bætið berki af einni límónu og mjólk saman við og hrærið vel. Grófsaxið súkkulaðið og blandið því saman við ásamt bláberjum og hrærið varlega með sleif svo bláberin haldist heil. Setjið deigið í bollakökuformin og passið að fylla þau ekki meira en 2/3 eða u.þ.b. 2 msk í hvert form. Bakið í rúmar 20 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn upp úr miðju múffunnar.

Toppur
Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði þar til það hefur bráðnað alveg. Látið það drjúpa af skeið óreglulega yfir hverja múffu fyrir sig.

Innihald

Múffur
180 g smjör við stofuhita
180 g sykur
2 egg
1 tsk vanilludropar
200 g hveiti
1 tsk lyftiduft
1 límóna, rifinn börkur
40 ml mjólk
100 g bláber
100 g Síríus hvítir súkkulaðidropar

Toppur
100 g Síríus hvítir súkkulaðidropar