Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus
Bollakökujólatré
Fjöldi: 12 stykki
Leiðbeiningar
Súkkulaðibollakökur
- Hitið ofninn í 175°C.
- Bræðið súkkulaði og setjið í hrærivélarskál ásamt kakó og kaffi og blandið vel.
- Þeytið eggin, bætið vanilludropum og matarolíu saman við og setjið út í súkkulaðiblönduna. Hrærið saman.
- Setjið hveiti, sykur, salt og matarsóda í skál og blandið saman við súkkulaðiblönduna í nokkrum skömmtum, skafið niður á milli.
- Skiptið niður í 12 bollakökuform og bakið í um 20 mínútur.
Smjörkrem og skreyting
- Þeytið smjörið eitt og sér þar til það verður létt í sér.
- Bætið flórsykri og rjóma saman við í nokkrum skömmtum á víxl og hrærið vel á milli.
- Bætið vanilludropum og salti saman við og hrærið áfram vel.
- Setjið matarlit saman við, hrærið og skafið niður nokkrum sinnum þar til þið náið þeim litatón sem óskað er eftir.
- Setjið kremið í sprautupoka og sprautið jólatré. Gott er að hafa neðstu stjörnuna breiðasta og síðan hinar alltaf aðeins minni og minni til að mynda jólatré.
- Skreytið með súkkulaðiperlum hér og þar og sigtið flórsykur yfir hvert tré sem snjó.
Innihald
Súkkulaðibollakökur
160 g Síríus suðusúkkulaði
40 g Síríus kakóduft
110 ml uppáhellt kaffi (við stofuhita)
2 egg
2 tsk. vanilludropar
70 ml matarolía
120 g hveiti
½ tsk. salt
1 tsk. matarsódi
Smjörkrem og skreyting
280 g smjör (við stofuhita)
500 g flórsykur
100 ml rjómi
3 tsk. vanilludropar
¼ tsk. salt
Grænn matarlitur
Síríus súkkulaðiperlur
Flórsykur (til að sigta yfir)