Uppskriftir

Karamellu og kanil bollakökur

Þessi uppskrift er eftir Guðrúnu Ýr - Döðlur & smjör

Leiðbeiningar

Karamellu og kanil bollakökur

Stillið ofn á 180°c. Setjið smjör og púðursykur saman í hrærivélarskál og þeytið saman í 2-3 mín, bætið þá eggjunum saman við einu í einu. Mælið þá þurrefnin og bætið saman við deigið og hrærið varlega saman. Þá er súrmjólkinni og vanilludropum bætt saman við og þeytt þangað til allt er samlagað. Gott er að taka sleikju og skafa meðfram botninum á skálinni til að vera viss að ekkert loði við skálina og allt sé vel blandað.

Takið 12-15 muffinsform, gott er að hafa sílikon eða ál muffinsform til að halda fallegri lögun. Þá er pappaformin sett ofan í og fyllt tvo þriðju hluta af deigi.

Bakið í 15 mín eða þangað til að hnífur kemur hreinn úr miðju kökunnar. Kælið.

 

Karamella

Setjið rjómakúlurnar í örbylgjuofn og hitið í 15-30 sek. Bætið doré súkkulaði dropana saman við og leyfið að bráðna. Ef karamellan verður of stíf setjið hana í nokkrar sek inn í örbylgjuofninn.

 

Krem

Bræðið súkkulaðið og rjómann saman í örbylgjuofni og leyfið að kólna lítillega. Á meðan er þeytt saman smjöri, flórsykri og vanilludropum. Bætið þá súkkulaðinu saman við og þeytið vel, þangað til að kremið er orðið létt og ljóst.

Innihald

Bollakökur 12-15 stk

120 g smjör, við stofuhita
150 g púðursykur
2 egg
170 g hveiti
20 g maizenamjöl
1½ tsk lyftiduft
¼ tsk salt
1½ tsk kanill
2 tsk vanilludropar
125 ml súrmjólk / ab mjólk

 

Karamellan

50 g Doré karamellu súkkulaði dropar
50 g Nóa rjómakúlur

 

Krem

100 g Doré karamellu súkkulaði dropar
50 ml rjómi
200 g smjör
300 g flórsykur
1 tsk vanilludropar