Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus

Pralín og Doré karamellusúkkulaði bollur

Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við Lindu Ben

Leiðbeiningar

Vatnsdeigsbollur

Kveiktu á ofninum og stilltu á 180°C og blástur. Smjör, sykur og vatn er sett í pott og soðið saman í 2-3 mín. Slökktu svo undir pottinum.

Hveiti, lyftiduft og salt er sett í skál, bættu því út í smjör-vatnið og hrærðu vel saman með sleif. Deigið á að vera þétt og lyftast upp frá brúnum pottsins. Láttu standa í 5 mín.
Færðu deigið í hrærivél. Settu þrjú egg út í deigið, eitt og eitt í einu og hrærðu þau vel saman við deigið. Vegna þess að egg eru misstór eru mismunandi hversu mikið þú þarft af seinasta egginu. Áferðin á deiginu á að vera þannig að deigið lekur hægt og svolítið erfiðlega af sleifinni á nokkrum sekúndum. Deigið á að halda nokkurveginn sömu lögun eftir að þú setur það á plötuna en ekki leka út og verða flatt.

Settu seinasta eggið í litla skál og hrærðu það saman. Settu 1 msk af egginu í einu út í og hrærið vel á milli þangað til þú ert komin með rétta áferð á deigið. Settu smjörpappír á ofnplötu og settu deigið í sprautupoka eða matskeiðar til að útbúa bollurnar (2 msk ein bolla).

Hafðu gott pláss á milli bollanna því þær stækka mikið í ofninum, gott að miða við um það bil 12 bollur á hverja plötu. Bollurnar eru bakaðar í 20-25 mín en ekki opna ofninn fyrr en allavega 20 mín eru liðnar. Þá er hægt að taka eina út og meta hversu margar mínútur bollurnar eiga eftir, en þú sérð það þegar þú opnar bolluna og sérð hversu blaut hún er inní.

Fylling og toppur

Setjið 100ml af rjóma í pott og hitið að suðu (ekki sjóða). Brjótið Síríus Pralín með saltkaramellufyllingu í skál og hellið rjómanum yfir. Hrærið þar til bráðnað og kælið svo örlítið.

Þeytið 400ml af rjóma þar til hann er næstum því orðinn stífur og setjið þá brædda Pralín súkkulaðið ut í rjómann og þeytið áfram þar til rjóminn er tilbúinn.

Fyllið bollurnar með súkkulaðirjómanum.

Doré karamellusúkkulaði krem

Setjið 100ml af rjóma í pottinn og hitið að suðu. setjið doré karamellusúkkulaði dropana í skál og hellið rjómanum yfir. Hrærið þar til bráðnað og kælið svo örlítið.

Dreifið kreminu yfir bollurnar og skreytið með karamellukurli.

 

Innihald

Bollur

125g smjör

1 msk sykur

275ml vatn

170g hveiti

1 tsk lyftiduft

½ tsk salt

3-4 egg

Fylling

600ml rjómi (aðskilin)

200g Síríus Pralín með saltkaramellufyllingu

Sælkerabaksturs karamellukurl (magn eftir smekk)

200g Síríus doré karamellusúkkulaði dropar