Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus
Súkkulaði Baileys bollur
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Guðrúnu Ýr hjá Döðlur & smjör
Leiðbeiningar
Vatnsdeigsbollur
Stillið ofn á 180°c. Setjið vatn og smjör í pott og leyfið smjörinu að bráðna. Takið pottinn af hitanum og hrærið hveitinu saman við þar til deigið er orðið einn massi, kælið deigið örlítið. Setjið deigið í hrærivélarskál og bætið eggjunum út í einu í einu og hrærið vel á milli. Setjið deigið þá í sprautupoka og sprautið bollur á smjörpappírsklædda plötu, eða notið tvær teskeiðar til setja deigið á plötuna. Bakið í 18-20 mínútur. Ef þið viljið hafa bollurnar stærri þá er tíminn aukinn í samræmi við það.
Súkkulaði fylling
Brjótið súkkulaðið í bita og setjið í skál ásamt Baileys og 100 ml af rjóma. Bræðið í örbylgju eða yfir vatnsbaði. Takið u.þ.b 100 ml frá og setjið i aðra skál.
Þeytið þá rjóma og blandið varlega saman við súkkulaðiblönduna, setjið inn í ísskáp og kælið í 5-10 mín.
Skerið bollurnar í tvennt og dýfið efri partinum ofan í súkkulaðið sem þið settuð í skál til hliðar.
Sykurristið möndlur, setjið möndlurnar á pönnu á miðlungshita og leyfið sykrinum að bráðna og hjúpa sig utan um þær, tekur u.þ.b 10 mín. Saxið þær og dreifið yfir súkkulaðið.
Takið súkkulaðifyllinguna úr kæli og setjið í sprautupoka eða notið tvær skeiðar. Skerið bananann í sneiðar og dreifið yfir bollu botnana og sprautið síðan súkkulaðifyllingu yfir banana. Lokið bollunum og berið fram.
Innihald
Vatnsdeigsbollur
250 ml vatn
125 g smjör
125 g hveiti
4 egg
Sykurristaðar möndlur
50 g möndlur
2 msk sykur
1 msk vatn
Súkkulaði fylling
200 g Síríus Barón súkkulaði 56%
100 ml Baileys líkjör
100 ml rjómi
200 ml rjómi, þeyttur