Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus

Trítlabollur með rjómakúlukremi

Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við Völlu - Valgerði G. Gröndal

Leiðbeiningar

Vatnsdeigsbollur
Hitið vatn í potti og bætið smjöri saman við. Látið sjóða í smá stund. Setjið hveiti og salt saman við og hrærið rösklega saman í pottinum. Kælið deigið með því að setja það í hrærivélaskálina og dreifa því upp á skálarbrúnirnar. Setjið egg í mælikönnu og pískið saman. Ef eggin eru mjög stór er ekki víst að það þurfi alveg 3 egg svo það er betra að píska þau saman og skilja smá eftir. Þegar deigið er orðið volgt má byrja að hræra það með hræraranum (káinu) og setja eggin út í í smá skömmtum.

Hitið ofninn í 175°C blástur. Setjið deigið á plötu klædda bökunarpappír með góðu millibili. Stærðin fer eftir smekk en best er að nota sprautupoka en einnig er fínt að nota matskeiðar. Bakið í að minnsta kosti 30 mín. Jafnvel má fara alveg upp í 40 mín ef þið viljið hafa bollurnar frekar þurrar en þannig eru líka minni líkur á því að þær falli. Aldrei opna ofninn fyrr en eftir a.m.k 25 mín.

Rjómakúlu krem
Setjið Nóa Rjómakúlur í lítinn pott ásamt rjómanum og bræðið saman.

Skerið bollurnar í tvennt og setjið smá rjómakúlukrem í botninn og sprautið rjóma yfir. Setjið lokið ofan á og dreifið meira af rjómakúlukremi yfir. Skreytið með trítlum, súkkulaðiperlum og karamellukurli.

Innihald

Vatnsdeigsbollur

2 dl vatn

80 g smjör

125 g hveiti

Salt á hnífsoddi

2-3 egg

¼ l rjómi

Rjómakúlukrem

1 poki Nóa Rjómakúlur

4 msk rjómi

Skraut ofan á

Nóa Trítlar

Síríus Súkkulaðiperlur

Síríus Karamellukurl