Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus

Trompbolla með hindberjum

Leiðbeiningar

Þeytið rjómann og blandið saman við hindberjasultuna, saxið trompbitana og blandið saman við, skiljið örlítið eftir af saxaða trompinu til að setja ofan á bollurnar.

Hitið rjómann að suðu, brjótið lakkríssúkkulaðið í skál og hellið rjómanum yfir. Blandið saman þar til súkkulaðið er allt bráðnað og samlagað rjómanum. Leyfið súkkulaðinu að kólna svolítið.

Skerið bollurnar í helming og fyllið þær með rjómanum, lokið bollunum, bætið lakkríssúkkulaðinu ofan á og dreifið örlítið af söxuðu trompi yfir.

Fallegt er að bera bollurnar fram með ferskum hindberjum.

Innihald

500 ml rjómi

150 g hindberjasulta

300 g Nóa Tromp bitar

140 g Síríus rjómasúkkulaði með saltlakkrís (3stk af 46gr stykki)

100 g ml rjómi

Fersk hindber (má sleppa)

NÓA TROMP BITAR 285G        SÍRÍUS MEÐ SALTLAKKRÍSFLÖGUM 46G