Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus
Vatnsdeigsbollur með Rice Krispies miðju
Um 15 stykki
Leiðbeiningar
Vatnsdeigsbollur
1. Hitið ofninn í 180°C.
2. Blandið hveiti, lyftidufti og salti saman í skál og leggið til hliðar.
3. Pískið eggin í skál, vigtið og geymið. Ef eggin eru lítil gæti þurft aðeins meira en 3 egg.
4. Hitið vatn og smjör saman í potti þar til smjörið bráðnar og leyfið aðeins að sjóða, slökkvið þá á hellunni.
5. Setjið þurrefnin saman við og hrærið vel þar til „smjörbolla“ myndast.
6. Færið þá deigið yfir í hrærivélarskálina og hrærið rólega með K-inu þar til mesti hitinn er farinn út því.
7. Bætið þá eggjunum saman við í nokkrum skömmtum og hrærið áfram saman.
8. Setjið þá kúfaða matskeið á bökunarpappír fyrir hverja bollu (ég notaði litla ísskeið) og bakið í 30-35 mínútur eða þar til bollurnar verða vel gylltar. Alls ekki opna ofninn til að kíkja á þær/botninn fyrr en í fyrsta lagi eftir 25 mínútur því þá eru meiri líkur á því að þær falli.
9. Leyfið bollunum að kólna, skerið þær í sundur og hefjist handa við fyllingarnar (sjá hér að neðan).
Rice Krispies miðja
1. Hitið Síríus suðusúkkulaði, smjör og sýróp saman í potti þar til bráðið, leyfið að bubbla í smá stund og slökkvið síðan á hellunni og leyfið hitanum aðeins að rjúka úr blöndunni.
2. Blandið Rice Krispies næst saman við og setjið síðan væna matskeið af hrísblöndu ofan á neðri helminginn á hverri bollu.
Banana rjómafylling
1. Þeytið rjómann og skerið banana í litla bita, vefjið þeim saman við rjómann með sleikju.
2. Setjið vel af bananarjóma ofan hrískökumiðjuna og lokið bollunni þá með efri hlutanum og setjið karamellu + Síríus karamellukurl ofan á (sjá uppskrift að neðan).
Karamella og skraut
1. Bræðið sykurinn á pönnu, bætið smjörinu saman við og hrærið vel þar til bráðið og bubblar.
2. Hellið þá rjómanum saman við, hrærið áfram vel og leyfið að sjóða saman í um hálfa mínútu, slökkvið þá á hellunni, bætið saltinu saman við og hellið karamellunni yfir í skál. Leyfið henni að ná stofuhita, við það þykknar hún.
3. Setjið kúfaða teskeið af karamellu á hverja bollu og stráið síðan Síríus karamellukurli yfir til skrauts.
4. Ef karamellan bíður lengi og verður of þykk hjá ykkur þá má setja hana í örbylgjuofn í um 15 sekúndur á meðallágum hita og hræra hana upp aftur.
Innihald
Vatnsdeigsbollur
360 ml vatn
180 g smjör
200 g hveiti
1 tsk. lyftiduft
¼ tsk. salt
3 egg (160 g)
Rice Krispies miðja
150 g Síríus suðusúkkulaði
40 g smjör
150 g sýróp (í grænu flöskunni)
100 g Rice Krispies
Banana rjómafylling
400 ml rjómi
1 stór banani (eða 2 minni)
Karamella og skraut
150 g sykur
60 g smjör við stofuhita
80 ml rjómi
½ tsk. salt
Síríus karamellukurl