Uppskriftir

Heitt salt karamellu Doré súkkulaði

Þessi girnilega uppskrift var unnin í samstarfi við Lindu Ben.

Leiðbeiningar

Hitið mjólkina að suðu (ekki láta hana samt sjóða). Slökkvið á hitanum undir pottinum.

Brjótið Doré súkkulaðið niður í bita og setjið ofan í mjólkina, hrærið varlega í svo að súkkulaðið bráðni. Bætið saltinu út í og hrærið þar til samlagað.

Þeytið rjóma.

Skreytið glösin með salt karamellu, hellið heita Doré súkkulaðinu í glösin, toppið með þeyttum rjóma og skreytið með saltri karamellu.

Innihald

200 g Síríus Doré súkkulaði
500 ml nýmjólk
1/4 tsk salt
Þeyttur rjómi (magn fer eftir smekk)
Salt karamellusósa