Velkomin á uppskriftasíðu Nóa Síríus

Bananasplitt með heitri íssósu

Leiðbeiningar

  • Bræðið allt í sósuna saman í potti þar til kekkjalaust.
  • Leyfið hitanum aðeins að rjúka úr og sósunni að þykkna og njótið síðan með hinum ýmsu ísréttum.
  • Hægt er að geyma sósuna í lokuðu íláti í ísskáp og hita upp að nýju í örbylgjuofni síðar.

 

  • Skerið bananana í tvennt eftir þeim endilöngum, komið fyrir á disk/skál og setjið ískúlurnar á milli helminganna.
  • Setjið vel af heitri íssósu á kúlurnar og á milli þeirra og skreytið síðan með Nóakroppi, Síríus súkkulaðiperlum, þeyttum rjóma og kirsuberjum og njótið!

 

 

Innihald

Íssósa

  • 100 g Síríus Pralín með karamellufyllingu
  • 100 g Síríus Pralín með bananafyllingu
  • 70 ml rjómi

 

Bananasplitt

  • 2 stórir bananar
  • 2 kúlur vanilluís
  • 2 kúlur jarðarberjaís
  • 2 kúlur súkkulaðiís
  • Nóakropp
  • Síríus súkkulaðiperlur
  • 200 ml þeyttur rjómi
  • 6 niðursoðin kirsuber